fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Formaður FH tjáir sig: Ekki gaman að geta ekki borgað laun – „Hefur kostað gríðarlega mikla peninga“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við sögðum frá í gær þá var það umdeild ákvörðun hjá stjórn knattspyrnudeildar FH að færa fjármuni af reikningum Barna og Unglingaráðs, yfir í meistaraflokk félagsins til að gera upp skuldir við leikmenn. Barna og unglingaráð vildi ekki lána þessa fjármuni sem náð var í, ráðið sagði af sér vegna málsins.

FH hefur skuldað leikmönnum sínum talsverðar fjárhæðir síðustu mánuði og mikið verið fjallað um málið „Þetta hafa verið erfið ár. Við komumst ekki í Evrópukeppni og höfum verið í miklum framkvæmdum við að bæta aðstöðu okkar. Það hefur kostað gríðarlega mikla peninga,“ sagði Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH í samtali við Guðjón Guðmundsson á Stöð2.

Hann segir það mjög leiðinlega stöðu að vera í, að geta ekki greitt starfsmönnum sínum. Í þessu tilfelli, leikmönnum FH, launin sín. „Þetta er mjög erfið staða og það er aldrei gaman að geta ekki greitt fólki það sem það á skilið og á að fá.“

„Við höfum gert okkar besta og sem betur fer hafa vandræðin ekki verið verri en svo að við borgum oftast okkar laun innan mánaðar. En það hefur verið smá skafl sem við höfum ýtt á undan okkur. Við erum að fara gegnum í erfiða niðurskurðarhluti, lækka laun og minnka kostnað. En við erum líka að auka tekjur og bæta þjónustuna.“

Um lánið umdeilda, hafði Valdimar þetta að segja. „Við þurftum að fleyta félaginu í nokkrar vikur en vonandi ekki langan tíma. Þetta kemur ekkert niður á starfinu. Barna- og unglingaráð á alla sína peninga og þeir eru aðgreindir og allt svoleiðis. Þetta er bara skammtímafjármögnun milli eininga hjá okkur.“

Fréttin í heild er hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík