fbpx
Föstudagur 25.september 2020
433Sport

Ólst upp við fordóma gegn hommum en kallar eftir átaki svo þeir geti stigið fram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. desember 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool vonast til þess að enska úrvalsdeildin og leikmannasamtökin fari að vera með meiri fræðslu er varðar samkynhneigð. Souness segist hafa alist upp við fordóma gagnvart samkynhneigðum.

Souness var harður í horn að taka en hann segir að húmorinn á hans ferli hafi verið slíkur að þar hafi verið fordómar, gagnvart hommum.

,,Ég kem úr kynslóð í boltanum, sem hafði mikla fordóma gegn hommum. Þannig var húmorinn í klefanum,“ sagði Souness, en um helgina var enska úrvalsdeildina að styðja við réttindabaráttu samkynhneigðra.

,,Ég held að leikmannasamtökin og deildin verði að skoða sín mál, það verður að ræða það af hverju enginn leikmaður kemur út úr skápnum. Fótboltinn hefur ekki skapað samfélag til að taka slíkt skref, og líða vel með það.“

,,Það getur ekki annað verið en að það sé hommi eða tvíkynhneigður maður í ensku úrvalsdeildinni, það er einhver. Honum líður ekki nógu vel með það , til að stíga fram og segja frá því hvernig hann er.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Umboðsmaður Ísaks svarar sögusögnum – „Fake news“

Umboðsmaður Ísaks svarar sögusögnum – „Fake news“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær

Íslendingar vilja ekki tengja sig við ofbeldið sem leikmaður Liverpool varð fyrir í gær
433Sport
Í gær

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi
433Sport
Í gær

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli

Breiðablik og Fylkir sigruðu á heimavelli