fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
433Sport

Eiður Smári tók trylling og barði í borð: „Þeir áttuðu sig á því að ég væri ekki að grínast“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fer yfir víðan völl í FantasyGandalf, þar ræðir hann um tíma sinn hjá Stoke City árið 2010. Eiður gekk í raðir félagsins frá Monaco en upplifði martröð.

,,Það er kafli sem ég vill að sé helst strokaður út, ég spilaði nánast ekkert. Ég átti augnablik þar, þar sem ég hugsaði að ég yrði að fara,“ sagði Eiður þegar Hugi Halldórsson og Ingimar Helgi ræddu við hann.

Eiður segir frá því að hann hafi borgað fleiri milljónir til að losna frá félaginu.

,,Ég borgaði sjálfur pening til Stoke, til að fara. Það var ágætis upphæð, ég var búinn að ræða við Tony Pulis nokkrum sinnum. Það var leikur í deildarbikarnum sem ég bjóst við að spila, var á bekknum og hann sagði að ég kæmi inn í hálfleik. Ég kom ekkert inn á.“

Eiður var efins um að ganga í raðir Stoke en hann hafði áður spilað með Tottenham á láni, hann bjóst við að fara þangað.

,,Hann sannfærði mig að koma, eitt af því skemmtilega. Glugginn er að loka og ég fer á skrifstofu hans, ég hafði komið á láni frá Monaco til Tottenham tímabilið á undan. Síðasta samtal mitt við Harry Redknapp (Stjóra Tottenham þá) á þeim tíma var að við myndum sjást á undirbúningstímabilinu. Ég kveð Redknapp og alla þjálfara eins og við myndum hittast á undirbúningstímabilinu. Ég var mættur til Monaco og fékk varla að æfa með þeim á undirbúningstímabili, þetta var úrvalsdeildin, Stoke og Tony Pulis.“

Eiður sat á skrifstofu Stoke og var ekki viss, þjálfari liðsins þá reif í hann og sagði við hann að hann væri maðurinn sem vantaði.

,,Pabbi var með mér og ég segi „Er ég að fara í Stoke?“, hann sagði að ég vildi vera á Englandi. Við töluðum saman á íslensku en Tony Pulis stendur upp og rífur í mig, tekur mig nánast hálstaki. Tekur í kragann á mér, rífur mig til sín og spyr mig yfir hverju ég sé að efast. Að ég sé maðurinn sem hann vanti, það var eitt af fáum samtölum sem ég átti við hann,“ sagði Eiður sem fékk lítið að spila og var að tapa geðheilsunni.

,,Ég var að bilast í kringum jólin, ég sagðist ekki geta setið á bekknum. Hann sagði við mig að þetta væri ekki að virka. Ég spurði hvað væri ekki að virka? Ég hafði ekki byrjað einn leik.“

,,Ég tók trylling inn á skrifstofu og barði í borðið, ég ætlaði ekki spila einn leik. Ég ætlaði að vera meiddur út árið ef ég færi ekki, þeir áttuðu sig á því að ég væri ekki að grínast.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City fer ekki í bann í Meistaradeildinni

Manchester City fer ekki í bann í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Tók gríðarlega áhættu og setti aleiguna á einn miða – Vann 16 milljónir

Tók gríðarlega áhættu og setti aleiguna á einn miða – Vann 16 milljónir
433Sport
Í gær

Varð reglulega fyrir rasisma; ,,Ein versta manneskja sem ég hef hitt“

Varð reglulega fyrir rasisma; ,,Ein versta manneskja sem ég hef hitt“
433Sport
Í gær

Mögulegur forseti Barcelona: ,,Setien ekki sá sem við viljum“

Mögulegur forseti Barcelona: ,,Setien ekki sá sem við viljum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Gerðist Jói Berg brotlegur innan teigs? – Ekkert dæmt

Sjáðu atvikið: Gerðist Jói Berg brotlegur innan teigs? – Ekkert dæmt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoraði fernu og felldi Norwich – Deeney sá um Newcastle

Skoraði fernu og felldi Norwich – Deeney sá um Newcastle
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur velur draumaliðið – Margar stjörnur

Guðlaugur velur draumaliðið – Margar stjörnur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Lét óboðleg og rasísk ummæli falla í garð Gunnars: ,,Drullastu heim til Namibíu“

Lét óboðleg og rasísk ummæli falla í garð Gunnars: ,,Drullastu heim til Namibíu“