fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433

Rauða spjald Son dregið til baka

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að draga rauða spjald framherjans Heung-Min Son til baka en hann var rekinn af velli um helgina.

Son spilaði með Tottenham gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni og fékk rautt spjald í seinni hálfleik.

Son tæklaði Andre Gomes, leikmann Everton, sem lenti mjög illa á Serge Aurier og ökklabrotnaði.

Tækling Son var þó alls ekki gróf en hann reyndi aðeins að stöðva skyndisókn liðsins.

Knattspyrnusambandið hefur viðurkennt mistök og fer Son ekki í leikbann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt