fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Víðir rifjar upp einn erfiðasta dag lífs síns: Sá þrjá vini sína fá uppsagnarbréf í gær

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2019 08:48

Víðir hefur í mörg ár verið einn færasti blaðamaður landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins skrifar áhugaverðan pistil í blað dagsins. Víðir missti þrjá menn í gær þegar uppsagnir áttu sér stað hjá Morgunblaðinu, þrír af íþróttadeild blaðsins voru reknir.

Víðir hefur lengi verið í faginu en hann minnist þegar hann var rekinn í eina skiptið á sínum ferli.

,,Um þetta leyti árs fyr­ir 38 árum upp­lifði ég það í fyrsta og eina skiptið til þessa að vera sagt upp störf­um. Þá var ég ung­ur há­skóla­nemi og hafði verið íþróttaf­réttamaður á Dag­blaðinu í tæp­lega þrjá mánuði. Ég var í skól­an­um á morgn­ana og vann á blaðinu frá há­degi og fram á kvöld. Þegar ég sat í strætó á leið frá Há­skóla Íslands í Síðumúl­ann heyrði ég í há­deg­is­frétt­un­um að síðdeg­is­blöðin Dag­blaðið og Vís­ir hefðu verið sam­einuð um nótt­ina,“ skrifar Víðar.

Víðir vissi ekki hvað væri í gangi á vinnustað sínum þegar hann kom þangað. ,,Vegna skól­ans hafði ég misst af morg­un­has­arn­um þegar starfs­fólk blaðanna mætti grun­laust til vinnu og komst að því að annaðhvort var það komið til starfa á nýju blaði eða búið að missa vinn­una. Ég var í seinni hópn­um. Þetta var einn erfiðasti dag­ur lífs míns fram að þessu. En ég hélt áfram, var kom­inn í fullt starf á öðrum fjöl­miðli eft­ir fimm vik­ur og hef skrifað íþróttaf­rétt­ir viðstöðulaust síðan.“

Í gær voru þeir Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson reknir af íþróttadeild Morgunblaðsins, allir með mikla reynslu.

,,Gær­dag­ur­inn var lík­lega sá erfiðasti í starfi í 38 ár. Við á íþrótta­deild Árvak­urs sáum á bak þrem­ur af bestu íþróttaf­rétta­mönn­um lands­ins. Það er ekki aðeins þung­bært að sjá á eft­ir öfl­ug­um starfs­kröft­um, held­ur einnig sam­starfs­mönn­um og fé­lög­um í þrjá­tíu, tutt­ugu og tólf ár. Þeir hafa all­ir markað djúp spor í sögu ís­lenskr­ar íþróttaf­rétta­mennsku og fá von­andi tæki­færi til að halda því áfram ann­ars staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill