fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sara og móðir hennar grétu saman úti í bíl – Í uppnámi eftir læknisheimsókn

433
Föstudaginn 29. nóvember 2019 15:15

Sara Björk Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, ein fremsta knattspyrnukona í sögu Íslands segir áhugaverða sögu í bók sinni sem var að koma út. Sara gerir upp feril sinn í þessari merkilegu sögu.

Þegar Sara var í 9 bekk í grunnskóla, þá slasaðist hún illa. Hún hafði verið í skólaferðalagi og var sárþjáð eftir boltaleik með krökkunum. Hún hélt til Reykjavíkur með foreldrum sínum og þar kom fyrsta höggið. Á þessum tíma vissu margir að Sara væri ein efnilegasta íþróttakona landsins.

,,Það var komið fram á nótt þegar okkur var tilkynnt að það væri sprunga í lærleggnum. Ég hafði búið mig undir hið versta, en samt voru þetta skelfileg tíðindi. Mér var sagt að svona sprunga þýddi gifs í 5 vikur; en síðan gæti ég byrjað að hreyfa mig. Þá hugsaði ég með mér að þetta hefði nú getað verið verra. Gifsið náði frá ökkla og upp á mitt læri og ég gisti á spítalanum eina nótt,“ skrifar Sara í bók sinni en Fótbolti.net segir frá. Bók Söru, heitir Óstöðvandi.

Þegar búið var að fjarlæga umbúðirnar af Söru þá fór hún að hitta bæklunarlækni sem færði henni verri fréttir. ,,Þriðja – og síðasta – heimsóknin til hans var ógleymanleg. Þá tilkynnti hann okkur mömmu að ég væri með slitið krossband og myndi líklega aldrei spila fótbolta aftur. Ég brotnaði algjörlega niður en reyndi að halda aftur af tárunum. Læknirinn ætlaði líklega að hughreysta mig þegar hann sagði,“ skrifar Sara og rifjar upp orð læknisins.

„… en þú getur samt orðið flugfreyja.“

,,Ég var orðlaus. Skildi ekki þessa athugasemd og vissi ekki mitt rjúkandi ráð.“

Þegar Sara og móðir hennar héldu út í bíl, þá brotnuðu þær saman. ,,Ég setti hettuna yfir höfuðið og beit í hálsmálið á Nikita- peysunni minni. Mig langaði til að láta mig hverfa úr þessum aðstæðum. Við mamma sögðum ekki orð í lyftunni og alla leið út í bíl en þegar ég settist í framsætið brast stíflan. Ég hágrét. Mamma fór líka að gráta og við sátum í dágóða stund og grétum í kór.“

Sara var á þessum tíma efnileg knattspyrnukona og er að margra mati í dag, besta knattspyrnukona í sögu Íslands. Hún lét mótlætið ekki á sig fá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“