Thomas Meunier, leikmaður Paris Saint-Germain, var sár í miðri viku eftir leik við Real Madrid.
PSG gerði 2-2 jafntefli við Real í Meistaradeildinni þar sem Eden Hazard fór meiddur af velli.
Meunier meiddi óvart vin sinn í leiknum en þeir leika saman með belgíska landsliðinu.
,,Ég er mjög leiður. Ég reyndi að ná í hann eftir leikinn en það tókst ekki,“ sagði Meunier.
,,Ég bið fyrir því að þessi meiðsli séu ekki alvarleg. Ef það er einn leikmaður sem ég vil ekki meiða er það Eden.“