Zlatan Ibrahimovic, framherjinn knái hefur gengið frá stórum hlut í Hammarby. Óvænt myndbirting hans í vikunni af treyju Hammarby vakti athygli.
Hammarby er lið í Stokkhólmi en Zlatan birti mynd af treyju félagsins í gær, margir töldu að hann væri að fara spila með Hammarby. Zlatan er án félags en hann ætlar aldrei að spila aftur í Svíþjóð.
,,Ég mun hjálpa Hammarby að verða stærsta félag Norðurlanda,“ sagði Zlatan við sænska miðla. ,,Ég hef komist að samkomulagi um kaupin og ætla að gera Hammarby að eins stóru félagi og hægt er, við ætlum að verða heimsfrægir. Allir munu þekkja Hammarby, fólk mun þekkja merki félagsins um allan heim.“
Allt er vitlaust í Mlamö vegna málsins, það er félagið hans Zlatan í Svíþjóð. Fyrr á þessu ári var reyst stytta af Zlatan fyrir framan heimavöll félagsins.
Reynt var að kveikja í styttunni í gær og þá voru unnin skemmdarverk á heimili Zlatan í borginni, spreyjað var á hurðina að hann væri svikari, Júdas. Ljóst er að fólki í Malmö er ekki skemmt og telja flestir að styttan verði brátt fjarlægð.