Joao Felix hefur fengið verðlaun fyrir að vera besti ungi leikmaðurinn í heiminum árið 2019. Golden Boy verðlaunin eru afar virt.
Jadon Sancho, kantmaður Borussia Dortmund var í öðru sæti en Kai Havertz framherji Leverkusen er í þriðja sæti.
Felxi er sóknarsinnaður kantmaður sem Atletico Madrid keypti á 113 milljónir punda í sumar. Hann hafði slegið í gegn hjá Benfica.
,,Ég er afar stoltur af því að vinna þessi verðlaun,“ sagði Felix.
Felix hefur ekki náð að slá í gegn hjá Atletico á fyrstu mánuðum sínum þar en miklar væntingar eru gerðar til hans.