fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Mögnuð Margrét Lára leggur skóna á hilluna: „Kveð með trega og mjög sátt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Margrét Lára er ein allra besta fótboltakona sem Ísland hefur alið og á ákaflega glæsilegan og gjöfulan knattspyrnuferil að baki, bæði hér á landi og erlendis.

Má þar meðal annars nefna að Margrét Lára hampaði Íslandsmeistaratitlinum fjórum sinnum í búningi Vals, síðast nú í haust, og varð bikarmeistari einu sinni. Þá varð Margrét Lára fjórum sinnum markahæsti leikmaður efstu deildar sem leikmaður Vals og hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2007.

„Ákvörðunin að leggja skóna á hilluna var langt frá því að vera mér auðveld. Ferillinn hefur verið draumi líkastur og ef einhver hefði sagt mér að ég hefði átt eftir að vinna alla þessa titla með liðum mínum og sem einstaklingur þá hefði ég aldrei trúað því. Titlarnir eru eitt en allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst í fótboltanum er það sem stendur upp úr. Ég er óendanlega þakklát fyrir allt, en kveð með trega og mjög sátt,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?