Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, vill reyna að lokka Kylian Mbappe til félagsins frá Paris Saint-Germain.
Mbappe er einn besti framherji Evrópu en hann er aðeins 20 ára gamall og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
,,Hann er með gæði. Eftir nokkur ár þá verður hann pottþétt besti leikmaður heims,“ sagði Hazard.
,,Það eru margir sem geta náð þeim titli en ef hann heldur áfram þá verður Kylian einn besti leikmaður sögunnar.“
,,Það er draumur hvers knattspyrnumanns að spila með þeim bestu. Ef ég get fengið hann til Real Madrid á morgun þá reyni ég það.“
,,Það er þó ekki mín ákvörðun, ég held að enginn muni spyrja mig út í þetta.“