fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
433Sport

Bróðir Kjartans Henry féll skyndilega frá: „Það koma jól og af­mæl­is­dag­ar sem verða erfiðir“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason framherji Vejle og landsliðsmaður íslands minnist bróður síns, Hallgríms Þormarssonar sem féll frá á dögunum í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kjartan skoraði fyrir Vejla skömmu eftir fráfall Hallgríms og tileinkaði honum markið.

Hallgrímur féll frá í blóma lífsins en Kjartan segir að erfið augnablik muni koma á næstunni þar sem minningar um Hallgrím munu hellast yfir hann.

„Það hef­ur verið mjög erfitt og ég hugsa að ég sé ekki al­veg bú­inn að gera mér grein fyr­ir þessu enn þá. Það er frek­ar stutt síðan þetta gerðist og þetta var auðvitað mikið áfall. Það koma jól og af­mæl­is­dag­ar sem verða erfiðir. Þetta er reynsla sem ég óska eng­um. Ég og fjöl­skyld­an mun­um reyna að vera þétt­ari sam­an og hugsa vel um hvert annað,“ sagði Kjart­an við Morgunblaðið.

Kjartan skoraði sex dögum síðar í dönsku 1. deildinni og fékk innilegt faðmlag frá liðsfélögum sínum.

„Mamma hringdi í mig dag­inn sem þetta gerðist og ég tók þá ákvörðun að vera áfram úti og klára einn leik áður en ég færi heim í jarðarför­ina. Ég skoraði í þess­um leik og ég mun reyna að halda mínu striki. Ég get hins veg­ar ekki verið viss hvernig áhrif þetta mun hafa á mig. Ég á góða að og maður verður að líta fram á veg­inn. Maður fær ekk­ert val þegar svona slys verða,“ sagði Kjart­an Henry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Manchester United enn í fimmta sæti eftir dramatískt jafntefli

Manchester United enn í fimmta sæti eftir dramatískt jafntefli
433Sport
Í gær

Pabbi Haaland sá myndbandið: Segir honum að hætta – ,,Þetta er ekki fyrir þig“

Pabbi Haaland sá myndbandið: Segir honum að hætta – ,,Þetta er ekki fyrir þig“
433Sport
Í gær

Sjáðu reiðiskast Robertson: Verður ekki refsað – ,,Þið sáuð ekki neitt allan leikinn“

Sjáðu reiðiskast Robertson: Verður ekki refsað – ,,Þið sáuð ekki neitt allan leikinn“
433Sport
Í gær

Stórstjarna enn föst á hóteli – Borgaði risaupphæð til að sleppa

Stórstjarna enn föst á hóteli – Borgaði risaupphæð til að sleppa
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Haaland með dólgslæti um helgina – Sparkað út af skemmtistað

Sjáðu atvikið: Haaland með dólgslæti um helgina – Sparkað út af skemmtistað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Varð reglulega fyrir rasisma; ,,Ein versta manneskja sem ég hef hitt“

Varð reglulega fyrir rasisma; ,,Ein versta manneskja sem ég hef hitt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Lampard: Ég lærði mikið í dag og gleymi því ekki

Lampard: Ég lærði mikið í dag og gleymi því ekki
433Sport
Fyrir 3 dögum

Klopp: Vorum reiðir út í dómarann

Klopp: Vorum reiðir út í dómarann