Það er ekki mikið undir hjá íslenska landsliðinu fyrir leik gegn Moldóvu í undankeppni EM á morgun.
Ísland á ekki möguleika á að ná öðru sæti riðilsins en síðasti leikurinn fer fram á heimavelli Moldóva á morgun.
Það væri þó óskandi að strákarnir endi mótið vel og sérstaklega eftir svekkjandi 0-0 jafntefli við Tyrki í síðasta leik.
Moldóva er mun verra landslið en Ísland á blaði en liðið spilaði þó afar vel í 2-1 tapi gegn Frökkum nýlega.
Íslensku strákarnir mættu á æfingu á velli Moldóva í dag og við smelltum í nokkrar myndir.
Hér má sjá þær.