Heimir Hallgrímsson og félagar í Al Arabi unnu loksins sigur í dag eftir erfitt gengi undanfarnar vikur.
Al Arabi byrjaði deildarkeppnina í Katar mjög vel en gengið hefur versnað verulega síðustu vikurnar.
Liðinu tókst þó að næla í sigur í dag í QSL-bikarnum en lokatölur voru 2-1 gegn Al Sailiya.
Það var enginn Íslendingur með liðinu í dag en bæði Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson spila þar.
Birkir er í landsliðsverkefni með Íslandi og Aron er að glíma við meiðsli.