Danilo, leikmaður Juventus, er enginn aðdáandi Manchester-borgar en hann er fyrrum leikmaður Manchester City.
Danilo ákvað að taka skrefið til Juventus fyrr á þessu ári og elskar borgina mun meira en Manchester.
,,Túrin er allt öðruvísi en Manchester. Stuðningsmennirnir eru með mun meiri ástríðu, þeir stöðva þig á götunni,“ sagði Danilo.
,,Mér líkar við það. Þeir eru vinalegri og eru með meiri hvatningu. Ég er að læra betur á borgina og líður vel, ég hef nú þegar séð að maðurinn hér er stórkostlegur.“
,,Í Manchester þá var ég líka bara með tvo staði til að borða á.“