Laugardagur 07.desember 2019
433Sport

Eiður Smári opnar sig: Ömurlegt að ganga í gegnum skilnað – „Lífið getur kýlt þig nokkuð fast í magann“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn fremsti og frægasti íþróttamaður í sögu Íslands talar ansi opinskátt um líf sitt við Loga Bergmann, í þætti sem má nálgast í Sjónvarpi Símans Premium. Eiður er í dag aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins og sérfræðingur um enska boltann.

Eiður Smári var atvinnumaður í fótbolta í 22 ár en lagði skóna á hilluna árið 2016, eftir magnaðan feril. Nokkrum mánuðum síðar stóð hann og fyrrum eiginkona hans, Ragn­hild­ur Sveins­dótt­ir á krossgötum. Eftir 23 ára samband og fjögur börn, ákváðu þau að skilja.

Þegar Logi spurði Eið út í því hvernig það sé að búa með atvinnumanni í fremstu röð var hann ekki lengi að svara. ,,Ég held að það sé oft, mjög erfitt. Lífið snýst allt um okkur, ég á að mæta á æfingu á morgnana. Þá er ég ekki endilega að fara að keyra krökkunum í skólann, nema að það henti,“ sagði Eiður í viðtalinu, sem er afar áhugavert.

,,Þú kemur ekkert alltaf ferskur heim eftir æfingar eða leiki, maður er kannski ekkert klár í einhvern léttleika. Maður er enn að spila leikinn í hausnum. Þegar ég er þreyttur, þá þarf ég að leggja mig. Það getur verið erfitt þegar það er fjölskylda og börn. Því hærra sem þú ferð í fótboltanum, því meira ertu í burtu frá heimilinu. Mikið um ferðalög og fara á hótel kvöldi fyrir leik. Æfingar eru harðar, hvíldin alveg jafn mikilvæg þar á milli. Maður reynir að taka þátt í fjölskyldulífinu,“ segir Eiður sem lék með stórliðum Barcelona og Chelsea, ásamt fleirum á ferlinum.

Eins og fyrr segir eiga Eiður og Ragnhildur fjögur börn,. ,,Ragga kemur út til Hollands, þegar hún verður ófrísk af okkar fyrsta barni. Við vorum saman þangað til 23 árum seinna, svo annað, þriðja og fjórða barn. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið alltaf auðvelt að vera með mig í farteskinu þegar allt var í gangi,“ sagði Eiður.

Eiður lagði skóna á hilluna 2016, það er oft erfitt fyrir íþróttafólk í fremstu röð að sætta sig við það að ferilinn er á enda. ,,Í þessu ferli erum við líka að skilja, það hellast margir hlutir yfir mann í einu. Það var mjög erfitt, allt í einu finnur þú fyrir rótleysi. Lífið tekur við, það getur kýlt þig í magann, nokkuð fast.“

Eiður viðurkennir að einmannaleiki geri reglulega vart við sig, börn hans búa öll erlendis. ,,Ég er oft einmana, ég kann alveg að vera einn. Ég var það undir lok ferilsins, ég var rosalega mikið út um víða veröld. Ég var einn í Kína.“

,,Það er erfitt að vera mikið einn, bara það að átta sig á því sjá um heimili. Þó að þú sért bara einn á því, það er ekkert sérstaklega gaman að setja í þvottavél, þurkara eða strauja. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast, ég er ekkert sérstaklega góður enn þá í því. Í gengum tíðina var mér skipað að gera hlutina, þá veistu hvernig á að gera þá. Of mikill frítími er erfiður að eiga við.“

Hann ræði skilnað þeirra opinskátt og segir að hann hafi tekið á sálartetrið. ,,Það er enginn með formúluna við að skilja, það er ömurlegur tími. Þetta var tvöföld sorg, hætta í fótbolta og að skilja. Þú þarft tíma og karakter til að vinna úr því, það jafnast svo út. Ég er ekki búinn að jafna mig, þetta er ekki auðvelt. Væntanlega fólk sem hefur lent í þessu sama, mun segja það sama. Sorgarferli, mjög erfitt að eiga við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Sito aftur í ÍBV
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu bolinn sem Rúrik Gíslason var að hanna fyrir 66°Norður

Sjáðu bolinn sem Rúrik Gíslason var að hanna fyrir 66°Norður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kemur sínum manni til varnar sem þurfti að kúka þegar leikurinn stóð sem hæst

Kemur sínum manni til varnar sem þurfti að kúka þegar leikurinn stóð sem hæst
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birkir var að koma heim af reynslu frá Molde: Félagið vill skoða hann aftur

Birkir var að koma heim af reynslu frá Molde: Félagið vill skoða hann aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fullyrða að United muni reyna að sannfæra Eriksen um að koma

Fullyrða að United muni reyna að sannfæra Eriksen um að koma
433Sport
Í gær

Þessi eru líklegastir til að taka við sem stjóri Gylfa og félaga

Þessi eru líklegastir til að taka við sem stjóri Gylfa og félaga
433Sport
Í gær

Forsetinn neitar að hafa hringt í aðra

Forsetinn neitar að hafa hringt í aðra
433Sport
Í gær

Sorgmæddur því hann getur ekki notað einn besta framherja Evrópu

Sorgmæddur því hann getur ekki notað einn besta framherja Evrópu