Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur ekki alltaf verið aðdáandi framherjans Luis Suarez.
Suarez var ein af stjörnum Liverpool er Henderson kom þangað 20 ára gamall og var ekki auðvelt að æfa með Úrúgvæanum.
,,Á þessum tíma þá var ég ungur leikmaður og það voru hlutir sem Luis gerði á æfingum sem mér líkaði ekki við,“ sagði Henderson.
,,Mér leið eins og væri ekki nógu góður til að vera í sama liðinu á æfingum. Hann lyfti upp höndum og sagði ‘hvað í fjandanum er hann að gera’ eins og ég ætti ekki heima þarna.“
,,Það særði mig mikið. Hann gerði það þrisvar og á endanum þá sprakk ég og var tilbúinn að drepa hann.“