fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Einkunnir úr svekkjandi jafntefli í Tyrklandi: Tveir fá átta

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl:

Íslenska karlalandsliðið spilaði leik við Tyrki í undankeppni EM í kvöld en leikið var ytra. Ísland þurfti að vinna leik kvöldsins til að eiga möguleika á því að ná öðru sæti riðilsins og komast þar með á EM.

Leikurinn var ágætis skemmtun í síðari hálfleik en því miður fyrir áhorfendur voru mörkin engin. Ísland er því ekki á leið á EM úr þessari riðlakeppni en fer þess í stað í umspil í Þjóðadeildinni.

Einkunnir frá Istanbúl eru hér að neðan.

Byrjunarlið íslands:

Hannes Þór Halldórsson – 7
Öruggur í öllum sínum aðgerðum

Guðlaugur Victor Pálsson – 7
Besta frammistaða Guðlaugs í bakverðinum, með sama áframhaldi eignar hann sér þessa vandræða stöðu í liðinu.

Ragnar Sigurðsson – 7
Virkilega öflugur í öllu sem hann gerði

Kári Árnason – 7
Nú þegar Ísland er á leið í umspil í mars, þarf þessi frábæri varnarmaður að finna sér lið í atvinnumennsku í janúar.

Ari Freyr Skúlason 7
Flott og öguð frammistaða hjá Ara

Arnór Ingvi Traustason (´64) 6
Nokkrir ágætis sprettir en það fór að draga af honum í síðari hálfleik.

Birkir Bjarnason – 8 – Maður leiksins
Gjörsamlega frábær í sínu hlutverki, leysir allar stöður fyrir landsliðið af mikilli fagmennsku.

Gylfi Þór Sigurðsson – 7
Góður leikur hjá Gylfa sem vantaði stundum að fá boltann ögn framar á vellinum.

Jón Daði Böðvarsson – 6
Vinnusamur og barðist eins og ljón

Kolbeinn Sigþórsson – 8
Hélt bolta vel, snéri vel á menn. Nálgast svo sannarlega sitt allra besta form.

Alfreð Finnbogason (´22) 6
Hafði byrjað af fínum krafti og virtist vera í gírnum, alvarleg meiðsli tóku hann af vellinum.

Varamenn:

Arnór Sigurðsson (´22) 5
Var ekki í sínu besta stuði, erfiðar aðstæður að koma inn sem varamaður í.

Hörður Björgvin Magnússon (´64) 5
Ágætis innkoma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grínast með ástæðurnar fyrir því að Ronaldo ákvað að vaða í Heimi Hallgrímsson

Grínast með ástæðurnar fyrir því að Ronaldo ákvað að vaða í Heimi Hallgrímsson
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Í gær

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel