fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Svona refsa Tyrkir okkur Íslendingum fyrir þvottaburstann í sumar

433
Mánudaginn 11. nóvember 2019 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur undirbúning sinn fyrir landsleikina gegn Tyrklandi og Moldóvu i dag. Leikmenn liðsins hafa komið til Antalya um helgina en von er á síðustu mönnum í dag.

Liðið æfir í Antalya í dag og á morgun og heldur svo til Istanbúl á miðvikudag, þar sem leikurinn fer fram.

Óskar Ófeigur Jónasson, blaðamaður á Vísi kom til Tyrklands í gær og það var vesen að komast inn í landið. Talið er að Tyrkir séu að hefna sín fyrir móttökurnar sem þeir fengu á Íslandi í sumar. Tyrkir voru vægast sagt reiðir þegar þeir komu til landsins, þeir fengu ekki neinn forgang í gegnum landamæraeftirlit. Tyrkir voru reiðir vegna þess, það fauk svo hressilega í Tyrki þegar þeir löbbuðu í gegnum Leifsstöð.

Þar var erlendur ferðamaður sem mætti með þvottabursta og reyndi að taka viðtöl við leikmenn Tyrkland. ,,Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun,“ skrifar Óskar Ófeigur á Vísir.

Leikmenn Tyrklands komu allir saman til Íslands en íslenska liðið kemur víðs vegar af úr heiminum, til að hefja æfingar. Óskar segist hafa heyrt af því að margir leikmenn Íslands, hafi verið í veseni með að komast inn í Tyrkland. ,,Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar