fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
433Sport

Jóhann Berg og Aron Einar saman í endurhæfingu í Katar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur undirbúning sinn fyrir landsleikina gegn Tyrklandi og Moldóvu i dag. Leikmenn liðsins hafa komið til Antalya um helgina en von er á síðustu mönnum í dag.

Liðið æfir í Antalya í dag og á morgun og heldur svo til Istanbúl á miðvikudag, þar sem leikurinn fer fram.

Ísland er fjórum stigum á eftir Tyrklandi sem er í öðru sæti riðilsins. Ísland þarf að vinna Tyrkland og Moldóvu og treysta á að Andorra taki stig gegn Tyrkjum í síðustu umferð. Miði er möguleiki en íslenska liðið er án tveggja lykilmanna, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru meiddir.

Þeir félagar sitja þó ekki auðum höndum, Jóhann Berg sem leikur með Burnley á Englandi er mættur til Katar þar sem Aron Einar býr. Aron gekk í raðir Al-Arabi í sumar og æfa Jóhann og hann saman í dag.

Þeir eru staddir í Aspetar, sem er afar vinsæll staður á meðal íþróttafólks sem er að koma sér á lappir aftur eftir meiðsli.

Jóhann birtir mynd af Aroni á hlaupabretti en hann meiddist illa á ökkla á dögunum, Jóhann er svo að jafna sig eftir að hafa tognað aftan í læri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu

Tíu stjörnur sem þénuðu ótrúlegar upphæðir en kveiktu í öllu
433Sport
Í gær

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði

Markaveisla í jafntefli í Sandgerði
433Sport
Í gær

Bale brosti út að eyrum við komuna til London

Bale brosti út að eyrum við komuna til London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun