Thomas Tuchel, stjóri Paris Saint-Germain, var að vonum súr í gær eftir leik liðsins við Dijon.
Dijon vann óvæntan 2-1 sigur á meisturunum en en PSG var mun meira með boltann og hefði getað skorað fleiri mörk.
,,Þetta er fótbolti, það getur allt gerst. ÞEtta er ekki í fyrsta sinn sem botnliðið vinnur toppliðið,“ sagði Tuchel.
,,Ég tel að við höfum tapað leiknum í fyrri hálfleik því við áttum þrjú skot gegn 17 í þeim seinni.“
,,Ég bjóst við meiri hraða og baráttu. Við spiluðum betur í seinni en fengum tvö mörk á okkur og leyfðum þeim að sljóta of oft. Það er ekki eðlilegt.“