Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er búinn að tapa 21 leik sem þjálfari í ensku úrvalsdeildinni.
United tapaði 1-0 gegn Bournemouth í deildinni í dag og var það fjórða tap liðsins á tímabilinu í 11 leikjum.
Solskjær var áður þjálfari Cardiff þar sem illa gekk og féll liðið niður í ensku Championship-deildina.
Hann hefur þjálfað lið í 50 leikjum í efstu deild og hefur 21 af þeim tapast. Á sama tíma hefur Norðmaðurinn unnið 18.
Solskjær er búinn að tapa fleiri leikjum en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi þjálfað í 104 fleiri leikjum.
Solskjaer has now lost more PL games as a manager than Jurgen Klopp, despite taking charge of 104 fewer games.
— Duncan Alexander (@oilysailor) 2 November 2019