Steven Gerrard, stjóri Rangers, mun taka við Liverpool eftir tvö ár að mati fyrrum leikmanns liðsins, Jason McAteer.
Gerrard er einn besti leikmaður í sögu Liverpool en hann vill að sjálfsögðu snúa aftur á Anfield einn daginn.
,,Steven Gerrard tók sniðugt skref með því að taka við Rangers til að hefja þjálfaraferilinn,“ sagði McAteer.
,,Það kæmi mér ekki á óvart ef stopp númer tvö yrði Anfield. Ég hef það á tilfinningunni að Gerrard taki við fyrir tímabilið 2021-2022.“
,,Ég er viss um að þeir vinni deildina undir Jurgen Klopp á þessu tímabili og svo verður hann áfram til að reyna það aftur.“