Real Madrid 0-0 Real Betis
Real Madrid missteig sig í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Real Betis.
Real var mun sterkari aðilinn á eigin heimavelli en tókst ekki að skora þrátt fyrir yfirburði.
Betis fékk einnig sín færi í leiknum en inn vildi boltinn ekki og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Real er með 22 stig í öðru sæti deildarinnar, jafn mörg stig og topplið Barcelona sem er með betri markatölu.