Bologna 1-2 Inter Milan
1-0 Roberto Soriano
1-1 Romelu Lukaku
1-2 Romelu Lukaku(víti)
Romelu Lukaku er heldur betur að sanna sig á Ítalíu en hann leikur með Inter Milan í dag.
Lukaku byrjaði hjá Inter sem spilaði við Bologna á útivelli í dag og lenti liðið 1-0 undir í seinni hálfleik.
Þá var röðin komin að Lukaku sem jafnaði metin fyrir Inter og skoraði svo sigurmark í blálokin.
Seinna mark Lukaku kom úr vítaspyrnu á 91. mínútu og reyndist það nóg til að tryggja liðinu sigur.
Lukaku er nú búinn að skora átta mörk í Serie A en Inter er í öðru sæti deildarinnar.