Fikayo Tomori, leikmaður Chelsea, er óánægður með hversu hraður hann er í tölvuleiknum FIFA 20.
Tomori er afar fljótur hafsent en hann fær 80 í hraða af 99 mögulegum í leiknum.
Hann er fúll með það en Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir honum að pæla ekki of mikið í þessu.
,,Ég veit ekki með að fá þetta á hreint. Ég er hissa með tölur Tomori, hann er fljótur,“ sagði Lampard.
,,Ég man eftir FIFA spjöldunum þegar ég var 37 ára gamall og ég var með 35 í hraða. Ég var hægari en aldurinn minn sem var skrítið!“
,,Ég tek þessum tölum ekki alvarlega og Tomori ætti ekki að gera það heldur.“