Bournemouth 1-0 Manchester United
1-0 Joshua King(45′)
Manchester United þurfti að sætta sig við tap í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Bournemouth.
Það er aldrei auðvelt að heimsækja Bournemouth sem er með sterkt lið og spilar vel á heimavelli.
Aðeins eitt mark var skorað í viðureigninni en það gerði Joshua King fyrir Bournemouth í fyrri hálfleik.
Hann fór illa með Aaron Wan-Bissaka í vítateig United og tókst að skora framhjá David de Gea í markinu.
King tryggði því Bournemouth þrjú stigin gegn sínu fyrrum félagi en hann var hjá United frá 2008 til 2013.