Hörður Björgvin Magnússon er að spila vel með liði CSKA Moskvu í Rússlandi þessa dagana.
Tveir Íslendingar leika með CSKA en Arnór Sigurðsson er einnig á mála hjá félaginu.
CSKA heimsótti Zenit í úrvalsdeildinni í dag og náði í gott stig eftir að hafa verið manni færri frá 54. mínútu.
Hörður lék allan leikinn fyrir CSKA og var að lokum valinn maður leiksins sem er vel gert.
Arnór hefur fengið reglulega að spila fyrir liðið en hann kom ekkert við sögu í jafnteflinu.
View this post on Instagram
?Приз лучшему игроку матча сегодня забирает @hordurmagnusson ?? ⠀ #ЗенитЦСКА #мыЦСКА