Mark Noble, fyrirliði West Ham, segir að það væri best fyrir Granit Xhaka að kveðja Arsenal sem fyrst.
Noble þekkir það vel að fá gagnrýni frá stuðningsmönnum eins og Xhaka fékk um síðustu helgi.
Hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli við Crystal Palace og sagði stuðningsmönnum að fara til fjandans í kjölfarið.
,,Granit hefur fengið harða gagnrýni eftir hans hegðun – sem annar fyrirliði liðs í London þá vorkenndi ég honum,“ sagði Noble.
,,Ég veit hvernig það er þegar hlutirnri eru ekki að ganga eins og þú vilt, ef þú ert stjóri eða fyrirliði þá kemur gagnrýnin að þér.“
,,Granit hefur gerst mistök og hans agi er ekki sá bestu en ég tel að þeir stuðningsmenn sem eyða sínum peningum í að mæta í leiki eiga skilið að tjá sína skoðun.“
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá væri best fyrir hann að segja við umboðsmanninn: ‘Þeir vilja ekki hafa mig hérna svo það væri kannski best að ég spili annars staðar.’