fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Enginn Íslendingur náði titlinum: Arnór og Kolbeinn komust á blað

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. nóvember 2019 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn Íslendingur varð meistari í Svíþjóð þetta árið en lokaumferð sænsku deildarinnar fór fram í dag.

Það er Djurgarden sem fagnar meistaratitlinum og vinnur deildina með einu stigi eftir jafntefli við Norrkoping.

Djurgarden lenti 2-0 undir gegn Norrkoping í lokaumferðinni en tókst að lokum að ná í jafntefli sem dugði til.

Arnór Ingvi Traustason komst á blað fyrir Malmö sem endar í öðru sætinu, einu stigi á eftir Djurgarden.

Malmö vann sannfærandi 5-0 útisigur á Orebro en tap nýlega gegn Hammarby kostaði liðið titilinn.

Kolbeinn Sigþórsson komst þá á blað fyrir lið AIK sem lék við Sundsvall á heimavelli.

Tímabil AIK verður þó að teljast sem vonbrigði en liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar sem gefur ekki Evrópusæti.

Kolbeinn komst í fréttirnar í gær en talað var um að hann hefði verið handtekinn eftir ólæti á skemmtistað. Hann skoraði fyrra markið í 2-1 sigri á Sundsvall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning