Watford 1-2 Chelsea
0-1 Tammy Abraham(5′)
0-2 Christian Pulisic(55′)
1-2 Gerard Deulofeu(79′)
Chelsea tókst að sækja þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Watford á útivelli.
Chelsea byrjaði leikinn vel og snemma leiks skoraði framherjinn Tammy Abraham gott mark.
Christian Pulisic bætti við öðru fyrir Chelsea í þeim seinni og útlitið orðið bjart fyrir gestina.
Watford fékk hins vegar vítaspyrnu þegar voru eftir en VAR ákvað að dæma Jorginho brotlegan innan teigs.
Gerard Deulofeu steig á punktinn og skoraði örugglega framhjá landa sínum Kepa Arrizabalaga.
Fleiri mörk voru ekki skoruð á Vicarage Road og 2-1 sigur Chelsea staðreynd.