George Baldock, fyrrum leikmaður ÍBV kemst í lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann var öflguru sem bakvörður hjá Sheffield United gegn Arsenal í gær, þar unnu nýliðarnir 1-0 sigur.
Baldock kom ungur að árum á láni til ÍBV frá MK Dons en hann var í Eyjum, sumarið 2012.
Hann gekk í raðir Sheffield United árið 2017 og hefur stimplað sig rækilega inn, á Bramall Lane.
Baldock er í góðri sveit sem hefur leikmenn frá Manchester City, MAnchester United, Chelsea og fleiri góðum liðum.
Lið umferðarinnar að mati Alan Shearer er hér að neðan.