Jose Mourinho er ekki besti þjálfarinn sem Ashley Cole vann með hjá Chelsea á Englandi.
Cole greindi frá þessu í gær en hann og Mourinho voru mjög sigursælir saman í London.
Cole var þó hrifnari að öðrum stjórum og velur til að mynda Luiz Felipe Scolari fram yfir Portúgalann þó að hann hafi enst mjög stutt í starfi.
,,Þeir þjálfarar sem spila sóknarsinnaðan bolta henta mér best, þannig hafði ég spilað hjá Arsenal,“ sagði Cole.
,,Þegar Luiz Felipe Scolari kom inn þá var ég upp á mitt besta. Mér fannst ég blómstra og spilaði með sjálfstraust.“
,,Carlo Ancelotti er efstur á blaði hjá mér. Hann gaf þér frelsi og ég fékk leyfi til að sækja. Tímabilið 2009-2010 var örugglega mitt besta.“