Eins og flestir vita þá er Arsenal búið að tryggja sér vængmanninn Nicolas Pepe frá Lille í Frakklandi.
Það hefur lengi verið draumur Pepe að spila á Englandi en árið 2017 þá sagði hann að aðeins eitt lið kæmi til greina.
,,Chelsea er draumafélagið mitt. Það er eina félagið á Englandi sem ég myndi semja við,“ sagði Pepe árið 2017.
Nú tveimur árum seinna er leikmaðurinn genginn í raðir Arsenal sem er í London líkt og Chelsea.
Pepe var einnig í viðræðum við Liverpool fyrr á árinu en var ekki lofað eins miklum spilatíma þar.