Sunnudagur 17.nóvember 2019
433Sport

Jóhann Berg útskýrir skrif sín: Baunaði á fréttamenn – „Mér fannst það svolítið skrýtið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í síðasta mánuði þegar Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður íslenska landsliðsins gagnrýndi fréttamenn Vísis. Það gerði Jóhann eftir tap Ísland gegn Albaníu, í undankeppni EM.

Jóhann var fjarverandi vegna meiðsla en horfði á leikinn heima hjá sér í Englandi, hann var ekki sáttur með blaðamenn Vísis. Þar var sagt eftir leik að spilamennska liðsins væri þannig að ekki væri hvetjandi fyrir íslenska áhorfendur að mæta á völlinn.

Íslenska þjóðin er ekki á sama máli og er uppselt gegn Frökkum á morgun og þétt setinn bekkur verður gegn Andorra á mánudag.

,,Þvílíka þvælu commentið hjá þessum ágætu frèttamönnum hjá @visir_is eftir ein slæm úrslit. Rífa sig í gang takk!,“ skrifaði Jóhann en útskýrði ummælin nánar við Vísi í gær.

„Mér fannst það svolítið skrýtið því einmitt þegar okkur illa gengur er það fólkið í stúkunni sem þarf að rífa okkur áfram,“ sagði Jóhann við Vísi þegar hann útskýrði ummmæli sín.

„Við vitum að leikurinn í Albaníu var ekki nógu góður og við höfum farið yfir það. Þið fréttamenn fenguð líka smjörþefinn af því frá Erik hvernig þetta var allt saman. En þegar það kemur léleg frammistaða eins og þetta var þá þurfum við stuðning fólksins til að rífa okkur í gang aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Táknrænt tattú
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu aðstæðurnar og völlinn sem Ísland notar á morgun – Betra en margt annað

Sjáðu aðstæðurnar og völlinn sem Ísland notar á morgun – Betra en margt annað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Strákarnir hressir á síðustu æfingunni fyrir leik

Sjáðu myndirnar: Strákarnir hressir á síðustu æfingunni fyrir leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eitt besta lið heims mun heita Zebre

Eitt besta lið heims mun heita Zebre
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Allt varð vitlaust í Finnlandi eftir stórkostlegt afrek

Sjáðu myndirnar: Allt varð vitlaust í Finnlandi eftir stórkostlegt afrek
433Sport
Í gær

Staðfestir hvar Zlatan vill enda ferilinn

Staðfestir hvar Zlatan vill enda ferilinn
FréttirSport
Í gær

Mega ekki mæta á leikinn gegn Arsenal

Mega ekki mæta á leikinn gegn Arsenal