fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Óskar Hrafn mættur heim frá Tenerife: Blikar búast við nýjum þjálfara á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. október 2019 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er í viðræðum við þjálfara um að taka við karlaliði félagsins, eins og fram hefur komið ræða Blikar við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Gróttu.

Talið er að Óskar Hrafn taki við Blikum á allra næstu dögum, hann hefur unnið magnað starf með Gróttu en tekur skrefið nú í næsta besta lið landsins, síðustu tveggja ára.

,,Það eru viðræður í gangi, þetta fer vonandi að taka á sig mynd,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks við 433.is í dag en vildi lítið annað gefa upp.

Óskar Hrafn kom Gróttu upp í Pepsi Max-deildina í haust, hann kom liðinu upp úr 2. deildinni fyrir rúmu ári. Magnaður árangur í hans fyrsta starfi í meistaraflokki.

Breiðablik rak Ágúst Gylfason úr starfi áður en tímabilið var á enda, þá höfðu sögur um Óskar Hrafn heyrst í fleiri vikur. Óskar Hrafn kom til landsins frá Tenerife í þessari viku og búast má við niðurstöðu í málið á allra næstu dögum.

,,Ég vil ekkert tjá mig, að svo stöddu. Fólk er að tala saman, ekkert meira um það segja,“ sagði Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu við 433.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi