fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
433Sport

Guðni fer yfir starfið sitt hjá KSÍ: Aukið tekjur – Birtir laun sín sem ekki var gert áður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ hefur birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann fer yfir störf sín í knattspyrnuhreyfingunni. Guðni hefur verið tæp tvö ár í starfi.

Guðni er á leið í slag við Geir Þorsteinsson um að halda starfinu, heiðursformaðurinn, Geir vill starfið aftur. Geir var formaður og framkvæmdarstjóri hjá KSÍ í meira en tuttugu ár. Kjörið fer fram 9 febrúar.

Geir lét af störfum fyrir tveimur árum þegar Guðni bauð sig fram í starfið en hann vill aftur inn.

,,KSÍ á mikið undir góðum tengslum við fólkið í landinu og að það ríki almennt traust til sambandsins. Ég hef lagt áherslu á góð og fagleg vinnubrögð sem og gegnsæi, því til marks birtum við meðal annars laun mín sem formanns sem ekki var gert áður,“ skrifar Guðni og bendir á það að Geir hafi aldrei birtir laun sín í starfi.

Guðni er með 1.283.000 krónur á mánuði og auk þess nýtur hann bifreiðahlunninda, allt að 150 þúsund krónur á mánuði.

Guðni segir KSÍ hafa aukið tekjur sínar og að félögin í landinu njóti góðs af því. ,,Við höfum aukið tekjur okkar og þá sérstaklega það fé sem KSÍ aflar sjálft, með því að fjölga tekjustofnum, meðal annars með vörumerkjasamningum og útleigu til tónleikahalds. KSÍ hefur látið aðildarfélögin njóta þessa í auknum framlögum og þjónustu.“

Færsla Guðna af samfélagsmiðlum:
Í tilefni af komandi ársþingi og kosningu til formanns, vil ég fara aðeins yfir helstu verkefni sem KSÍ hefur unnið að undir minni forystu sl. tvö ár. Margt hefur áunnist á þessum tíma en enn er ýmislegt ógert. Verkefnið er skýrt; að halda áfram að styrkja rekstur KSÍ aðildarfélögunum okkar til góða og efla fótboltann í landinu með markvissum hætti.

KSÍ á mikið undir góðum tengslum við fólkið í landinu og að það ríki almennt traust til sambandsins. Ég hef lagt áherslu á góð og fagleg vinnubrögð sem og gegnsæi, því til marks birtum við meðal annars laun mín sem formanns sem ekki var gert áður.

Stjórnarmenn og starfsfólk KSÍ hafa farið í skipulagðar heimsóknir til aðildarfélaganna og átt samtöl við aðildarfélögin um þeirra starfsemi og hvernig við þjónum þeim sem best. Sérstakur markaðsstjóri deildanna, Hulda Birna Baldursdóttur, var ráðin í sérverkefni síðasta vor til þess að samræma alla markaðssetningu deildanna.

Innan KSÍ var farið í stefnumótun og skipurit sambandsins bætt með nýju knattspyrnusviði og markaðssviði ásamt innanlandssviði . Einnig jukum við áherslu á samfélagsmálin þar sem við fengum m.a. hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrir verkefni sem við unnum með Parkinson samtökunum. Við jöfnuðum stigabónus kvenna- og karlalandsliðanna og almennt hefur ímynd KSÍ hafi styrkst á undanförnum tveimur árum.

Við höfum aukið tekjur okkar og þá sérstaklega það fé sem KSÍ aflar sjálft, með því að fjölga tekjustofnum, meðal annars með vörumerkjasamningum og útleigu til tónleikahalds. KSÍ hefur látið aðildarfélögin njóta þessa í auknum framlögum og þjónustu. Við erum enn bara með 6 styrktaraðila eins og samkomulag við deildasamtökin ÍTF kveður á um. Mig langar einnig til að kanna til hlítar hvernig við getum aðstoðað aðildarfélögin við að finna styrktaraðila, t.d. með öflugri markaðsráðgjöf og sérfræðiþekkingu í þeim efnum. KSÍ hefur á að skipa reynslumiklu fólki sem getur verið aðildarfélögum um allt land til ráðgjafar og aðstoðar, sérstaklega þegar nýtt fólk kemur til starfa í knattspyrnudeildum, hvort sem um starfsmenn eða sjálfboðaliða sé að ræða.

Á þessum tveimur árum höfum farið á tvö stórmót og komumst í úrslitakeppni HM í fótbolta fyrsta sinn. Við greiddum út 75% af hagnaði af HM til aðildarfélaganna á árinu í stað 50% af hagnaði eins og gert var eftir EM. Þetta gera ekki önnur knattspyrnusambönd í kringum okkur. Heildarframlög KSÍ til aðildarfélaganna námu tæpum 400 milljónum króna á síðasta ári, fyrir utan að allur dómarakostnaður í deildarkeppni er greiddur af KSÍ.

Þá erum við að vinna að spennandi tillögum um jöfnun ferðakostnaðar sem koma sérstaklega aðildarfélögunum á landsbyggðinni vel. Við fórum í útbreiðsluátak í sumar og erum að gefa „köldum“ svæðum fótboltans og útbreiðslumálum aukinn gaum.

Einnig erum við að fylgja því eftir að frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts á byggingarkostnaði íþróttamannvirkja verði að veruleika. Það er okkur öllum mikið hagsmunamál.

Við höfum einnig unnið ötullega að tillögum um endurbyggingu Laugardalsvallar og horfum til þess að ákvörðun verði tekin í því sambandi á árinu 2019.

Ég legg áherslu á að í aðdraganda kosninga til formanns KSÍ horfum við á málefnin sem frambjóðendur standa fyrir. Menn eru ekki alltaf sammála eins og gengur í stórri hreyfingu og þannig var það einnig þegar ég tók við fyrir tveimur árum. Við teljum hins vegar að okkur hafi orðið vel ágengt við að sætta málin með hagsmuni allra aðildarfélaga sambandsins að leiðarljósi.

Ég hef einnig átt mjög gott og náið samstarf með forsvarsmönnum UEFA og formönnum knattspyrnusambanda Norðurlanda og reynt eftir fremsta megni að efla ímynd KSÍ innan UEFA og FIFA. Það var því góð viðurkenning á okkar árangri að ég var beðinn um að taka þátt í fyrstu stefnumótun UEFA sem kynnt verður nú í febrúar ásamt því að eiga sæti í aganefnd FIFA.

Ég tel okkur vera á réttri leið með KSÍ. Við höfum þegar hrundið mörgu í framkvæmd á þessum tveimur árum og margt er í góðum farvegi. Allt sem við gerum snýr að framgangi fótboltans í heild sinni og velferð aðildarfélaganna. Verkefnin sem hér eru talin upp eru bara brot af því góða starfi sem unnið er hér í knattspyrnusambandinu, af frábæru starfsfólki sem vinnur sín verk með góða stjórn á bak við sig. Ég vil gjarnan fá umboð til þess að leiða það starf áfram og byggja upp íslenskan fótbolta sem formaður KSÍ.

Með kærri kveðju,
Guðni Bergsson
formaður KSÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Magnús Ver verður afi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum

Tveir umdeildir þeir einu sem hafa afrekað þetta á ferlinum
433Sport
Í gær

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“
433Sport
Í gær

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina

Heimta stemningu og borga flug fyrir stuðningsmennina
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir fyrir um úrslit helgarinnar: Solskjær fær á baukinn

Ofurtölvan spáir fyrir um úrslit helgarinnar: Solskjær fær á baukinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho segir United gera mörg mistök: ,,Hræðilegur varnarleikur“

Mourinho segir United gera mörg mistök: ,,Hræðilegur varnarleikur“