fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Þórhallur lét allt flakka eftir leik: Veikur grunnur og lélegt umhverfi – ,,Spark í rassinn fyrir alla“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. september 2019 16:42

Þórhallur (t.v)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttara, sparaði ekki stóru orðin í viðtali eftir leik við Aftureldingu í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Þróttur rétt náði að bjarga sér frá falli en aðeins vegna þess að liðið er með betri markatölu en Haukar.

Gengið hefur verið hörmulegt undanfarna mánuði og segir Þórhallur að margt þurfti að breytast hjá félaginu.

,,Ég er klárlega ánægður í dag. Við þurftum þennan punkt og höfum þurft hann í síðustu sjö umferðum,“ sagði Þórhallur.

,,Að hann hafi þurft að koma í síðasta leik er spennuþrungið en á sama tíma þá gleðjumst við í dag því við höfum notað alla vikuna í að undirbúa þennan leik.“

,,Við höfum lent í þessum vandamálum í allt sumar, við mættum illa undirbúnir til leiks í mótið. Grunnurinn í þessu liði er veikur.“

,,Það þýðir að við höfum flaskað mörgum leikjum á lokaköflunum og það er gott að komast í gegnum þessar síðustu 10 mínútur hérna án þess að lenda í vandræðum. Þessi leikur í dag var lærdómur fyrir þennan hóp.“

,,Þessi leikur þarf að vera vakning fyrir félagið. Félagið hefur gengið í gegnum mótlæti síðustu mánuði og ár. Umhverfið er ekki jafn sterkt og það hefur verið.“

,,Þetta verður að vera spark í rassinn fyrir alla. Þjálfaraumhverfið og umhverfið sem leikmenn hafa fengið í sumar hefur ekki verið nógu sterkt.“

,,Við erum líklega eina liðið sem fór ekki í æfingaferð og eina liðið sem er ekki með markmannsþjálfara. Það eru alls konar þættir sem klúbburinn þarf að átta sig. Það er ekkert sjálfgefið í fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar