fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Solskjær þekkir Rúnar Má – Vildi fá hann til félagsins

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur leik í Evrópudeildinni á morgun er liðið spilar við FC Astana frá Kasakstan.

United spilar fyrsta leikinn á heimavelli en með Astana spilar Rúnar Már Sigurjónsson.

Ole Gunnar Solskjær er stjóri United en hann kannast við Rúnar og vildi fá hann til Noregs á sínum tíma.

Það var Íslendingavaktin sem vakti athygli á þessu en Solskjær ræddi við Prosports frá Kasakstan í dag.

Solskjær var áður stjóri Molde í Noregi og þá vildi hann fá Rúnar til félagsins.

,,Við höfum fylgst með síðustu leikjum Astana, sérstaklega leikjunum þeirra í Evrópudeildinni,“ sagði Solskjær.

,,Liðið er sterkt á heimavelli og er með góða leikmenn innanborðs. Ég kannast við Rúnar Má í þessu liði. Ég vildi fá hann til Molde þegar ég var þar.“

Rúnar er sjálfur harður stuðningsmaður United og fær að upplifa drauminn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt