

Ída Marín Hermannsdóttir, leikmaður Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er með tilboð frá Val. Morgunblaðið segir frá.
Ída Marín er 17 ára gömul og hefur byrjað alla 17 leiki Fylkis í deildinni í ár. Samningur hennar við Fylki er senn á enda.
Valur sem getur orðið Íslandsmeistari á laugardag, vill fá þennan öfluga leikmann í sínar raðir. Hún hefur spilað 19 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Ída kemur af miklu knattspyrnufólki, faðir hennar er fyrrum landsliðsmaðurnn Hermann Hreiðarsson og móðir hennar er Ragna Lóa Stefánsdóttir, fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og nú aðstoðarþjálfari KR.