fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Logi var pirraður yfir umræðunni: Besti dagur lífsins – „Við Biffuðum okkur upp“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson, var öflugur í liði Víkings þegar liðið varð bikarmeistari á laugardag. Logi byrjaði leikinn í fjarveru Dofra Snorrasonar og komst vel frá sínu. Víkingur vann þá sigur á FH í úrslitaleik.

Logi er einnig liðtækur rappari og er þekktur undir nafninu, Luigi. Það hefur vakið umræðu í sumar, margir hafa efast um hvar einbeiting Loga sé. Hann gaf sem dæmi út plötu á miðju tímabili.

,,Mjög, laugardagurinn var slæmur dagur fyrir my haters. Þeir hafa verið í gröfinni, lengst niðri,“ sagði Logi í Brennslunni á FM957 í dag.

Það hefur verið rætt mikið um það í sumar að Logi ætti að einbeita sér meira að fótboltanum. ,,Ég hlusta á Dr. Football, þeir sögðu að ég væri ekki með neinn fókus. Væri bara í hljóðveri fram á nótt, þeir voru að segja að ég væri ekki með neina einbeitingu. Það pirraði mig, ég er bara að einbeita mér að fótboltanum.“

Logi segist hafa fengið að vita það fyrir leik að FH-ingar ætluðu að keyra á hann, það hafi verið rætt um það á fundi FH-inga. ,,Ég vissi líka fyrir leik að FH-ingar ætluðu að sækja á mig, þeir töluðu um það á fundi. Það kveikti í mér, ég skildi ekki FH-inga. Það var enginn kraftur, þeir spörkuðu bara í okkur. Fengu heimskuleg spjöld. Mér fannst þetta rautt spjald á Pétur, hann hlýtur að geta sett fótinn annars staðar niður.“

Víkingar fögnuðu vel eftir leik, einn kaldur í klefanum og svo full keyrsla.

,,Fyrsti bjórinn beint inn í klefa, ég held að þetta sé besti dagur lífs míns. Við fórum út að borða, allt liðið. Svo fórum við niður í Víkina, þetta voru örugglega þúsund manns. Ég er búinn að ná mér niður.“

Þegar Logi var spurður hvort hann hefði endað kvöldið á B5. ,,Við Biffuðum okkur upp.“

Logi var svo beðinn um að segja frá Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings. ,,Böllur, nettur og meistari.“

 

View this post on Instagram

 

Þykjast ekkert vita hver ég er?⚫️?

A post shared by Luigi (@logitomass) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt