fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Pétur dæmir bikarúrslitaleikinn: Víkingur aðeins unnið einn af síðustu 15 leikjum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins fer fram á laugardag. Leikurinn hefst kl. 17:00 en stúkan verður opnuð kl. 16:00. Þar mætast FH og Víkingur en Pétur Guðmundsson, dæmir leikinn.

Víkingur hefur aðeins unnið FH einu sinni í síðustu 15 leikjum, FH hefur unnið 9 leiki.

Miðasala er í gangi hjá Tix Miðasölu og er hægt að kaupa miða með því að smella hér.

Um bikarkeppni KSÍ
Bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960 og er Mjólkurbikarinn í ár því 60. bikarkeppnin frá upphafi. Fyrstu árin fór keppnin að mestu fram á haustin og jafnvel inn á vetrarmánuðina og var þá jafnan leikið á Melavellinum í Reykjavík. Síðan árið 1975 hefur úrslitaleikurinn hins vegar farið fram á Laugardalsvelli.

Sigursælasta liðið í bikarkeppni KSÍ frá upphafi er KR. Alls hafa KR-ingar unnið bikarinn 14 sinnum. Næstir koma Valsmenn með 11 og Skagamenn með 9 bikarsigra og þá Framarar með 8 bikarmeistaratitla. ÍBV hefur unnið titilinn 5 sinnum, Keflavík 4 sinnum, FH og Fylkir tvisvar. Breiðablik, ÍBA, Stjarnan og Víkingur R. hafa unnið 1 bikarmeistaratitil hvert félag.

Fyrri viðureignir félaganna í bikarkeppni KSÍ
Af 64 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár eru aðeins tveir bikarleikir.

Fyrri leikurinn fór fram 20. júlí 1988 á Kaplakrikavelli í 8 liða úrslitum. Víkingur R. vann þann leik 2-0.

Seinni leikurinn fór fram 2. júlí 2006 þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í 16 liða úrslitum keppninnar. Víkingar fóru þar með sigur af hólmi, 2-1, með tveimur mörkum frá Höskuldi Eiríkssyni. Mark FH skoraði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer