fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Kolbeinn var klár: Það var ekkert að mér

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Kolbeinn Sigþórsson skoraði annað mark Íslands í kvöld sem spilaði við Albaníu í undankeppni EM.

Kolbeinn er einu marki frá markameti Eiðs Smára Guðjohnsen en hann jafnaði metin í 2-2 í Albaníu í kvöld.

Því miður dugði það ekki til en Albanía vann 4-2 sigur og var frammistaðan ekki nógu góð að sögn Kolbeins.

,,Þetta eru svakaleg vonbrigði. Þegar þú færð á þig fjögur mörk þá er erfitt að vinna fótboltaleiki,“ sagði Kolbeinn.

,,Þetta var ekki í heildina góður leikur. Við vorum á eftir í öllum aðgerðum og það var mikið pláss á milli sóknar, miðju og varnar og sérstaklega í fyrri hálfleik.“

,,Svo í endann reynum við að skora til að jafna en þá gáfum við mörk og þetta gekk ekki upp.“

,,Við vorum hættulegir í seinni hálfleik og vorum með leikinn í höndunum, sérstaklega er við jöfnum í bæði skiptin.“

,,Vanalega þegar við komum til baka þá höldum við því en það gerðist ekki í dag og þriðja markið var óheppnismark. Fór í hendina á Kára og inn.“

,,Ég var klár og það var ekkert að mér, ég var auðvitað tilbúinn að byrja en svona var uppleggið. Í stöðunni 1-1 eða 2-2 var þetta í lagi en við klárum leikinn ekki nógu vel.“

,,Við hleypum þeim á milli okkar í aftasta fjórðung og þeir ná skoti á markið sem fer í Kára, þetta getur fallið hvar sem er og þetta féll ekki með okkur.“

,,Það er frábært fyrir mig að finna að ég sé að komast í stand og að finna markaskóna á ný. Þetta er að smella fyrir mig sem er það sem ég vonaðist eftir. Það er svekkjandi að það hafi ekki virkað að halda þessu í 2-2.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“