

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool er skemmtilegur karakter og fer lítið í felur með hlutina sem hann hefur gengið í gegnum.
Þannig segir Klopp frá því í nýrri heimildarmynd á Amazon, þegar hann vaknaði dauðadrukkinn í bílageymslu. Þar vaknaði hann daginn eftir að Borussia Dortmund vann þýsku úrvalsdeildina árið 2011.
Klopp fagnaði aðeins of mikið, drakk mikið. ,,Ég var blindfullur, það sást í nokkrum viðtölum;“ sagði Klopp.
,,Ég man voðalega lítið eftir þessu sem er eðlilegt, ég man þá eftir einu.“
Klopp vaknaði á stað sem hann átti ekki von á. ,,Ég held ég hafi aldrei sagt þetta, ég vaknaði á pallbíl í stórum bílskúr. Ég sá svo Hans-Joachim Watzke, stjórnarformann Dortmund sem var fyrir utan. Við vorum bara tveir þarna.“