

Danilo Feliciano de Moraes, sonur Cafu lést í miðjum knattspyrnuleik í heimalandi sínu Brasilíu.
Faðir hans Cafu, átti magnaðan feril á Ítalíu og með landsliði Brasilíu. Hann er einn besti bakvörður í sögu fótboltans.
Knattspyrnuleikurinn fór fram í Barueri, í Sau Paulo sem er heimabær fjölskyldunnar.
Danilo hafði kvartað undan slappleika áður en leikurinn hófst. Hann fékk svo hjartaáfall í miðjum leik.
Brunað var með Danilo á spítala í nágreninu en ekki tókst að koma honum afur til meðvitundar. Danilo var elsti sonur Cafu og eiginkonu hans en þau eiga tvö börn til viðbótar.