fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Jóhann Ingi dauðadrukkinn í Noregi: Mundi lítið en sá sig síðan há­skæl­andi í sjónvarpinu

433
Fimmtudaginn 5. september 2019 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður Morgunblaðsins skrifar hressandi bakvörð í blað dagsins. Þar rifjar hann upp augnablik þar sem hann var dauðadrukkinn á knattspyrnuleik.

Upphafið að pistli Jóhanns má rekja til þess að hann mun missa af landsleikjum Íslands í október á heimavelli. ,,Ég pantaði mér á dög­un­um flug til Búdapest. Verður flogið út aðra helg­ina í októ­ber. Ég komst að því fljót­lega eft­ir að ég gekk frá kaup­un­um að ég missi af leikj­um ís­lenska karla­landsliðsins í fót­bolta við Frakk­land og Andorra í undan­keppni EM á Laug­ar­dals­velli,“ skrifar Jóhann í blað dagsins.

,,Um smá áfall er að ræða, þar sem ég hef ekki látið mig vanta á heima­leik með landsliðinu í mörg ár. Í staðinn skelli ég mér á leik Ung­verja­lands og Aser­baíd­sj­an í sömu keppni og fæ því smá sára­bót.“

Jóhann virðist hafa misst sig í gleðinni á landsleik í Króatíu árið 2013. ,, Mér tókst að stein­sofna í stúk­unni í Króa­tíu ein­hvern tím­ann um miðjan fyrri hálfleik. Þrátt fyr­ir ótrú­leg­an hávaða á vell­in­um vaknaði ég ekki fyrr en eft­ir leik og hafði ekki hug­mynd um hvernig fór. Von­brigðin voru mik­il þegar ég komst að því.“

Jóhann rifjar upp ferð til Noregs árið 2013 þegar Ísland var að reyna að komast á HM. Hann fékk sér aðeins of mikið í glas.

,,Um mánuði fyrr fór ég til Nor­egs og varð vitni að 1:1-jafn­tefli á Ul­leva­al-vell­in­um, sem tryggði sætið í um­spil­inu. Fyr­ir leik var ég ein­stak­lega stressaður og ákvað að reyna að slá á stressið með eins og ein­um bjór, sem síðan varð að fleir­um. Ég man tak­markað eft­ir leikn­um en sá sjálf­an mig í sjón­varp­inu dag­inn eft­ir grát­andi úr gleði í stúk­unni. Það var ekki eitt fal­legt tár, held­ur var ég há­skæl­andi.“

,,Ég hef lofað sjálf­um mér að haga mér bet­ur í Ung­verjalandi. Ég mun reyna mitt besta við að ná öll­um leikn­um í Búdapest og jafn­vel halda aft­ur af tár­un­um í leiðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld