

,,Ég vaknaði bara svona, maður verður að taka sénsa innan og utan vallar,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji íslenska landsliðsins um nýja hárgreiðslu sem hann skartar.
Albert hefur aflitað á sér hárið, hann er til í að taka séns í lífinu.
Þessi öflugi leikmaður hefur mest verið á bekknum hjá AZ Alkmaar í upphafi tímabils, hann byrjaði tímabilið í banni og liðinu hefur vegnað vel.
,,Ég held að þetta verði skemmtilegt tímabil, við komumst áfram í Evrópudeildinni. Það verða fullt af leikjum og tækifærum,“ sagi Albert en liðið mætir meðal annars Manchester United í Evrópudeildinni. Þá er Astana, liðið sem Rúnar Már Sigurjónsson leikur með, í riðlinum.
,,Það er mjög skemmtilegt, Rúnar sagðist vera í bullandi séns í riðlinum. Það er grín í honum, það verður skemmtilegt að fara á þessa útivelli. Verður lífsreynsla.“
Albert er í landsliðshópnum sem mætir Moldóvu á laugardag í undankeppni EM og Albaníu á þriðjudag.
Viðtalið er í heild hér að neðan.