Rennes í Frakklandi hefur fest kaup á efnilegum vængmanni sem ber nafnið Raphinha.
Raphinha er brasilískur kantmaður en hann hefur undanfarið ár spilað með Sporting Lisbon.
Raphinha kostar Rennes 20 milljónir evra en hann hefur allan sinn feril leikið í Portúgal.
Hann hóf ferilinn hjá Avai og spilaði svo vel fyrir Vitoria Guimaraes áður en hann hélt til Sporting.
Raphinha á að taka við af Ismaila Sarr sem fór frá Rennes til Watford fyrr í sumar.