Brasilíumaðurinn Neymar gæti hafað hjálpað Arsenal að landa vængmanninum öfluga Nicolas Pepe.
Frá þessu greina franskir miðlar en Pepe gekk í raðir Arsenal frá Lille í sumarglugganum.
Pepe hafði mestan áhuga á að ganga í raðir Paris Saint-Germain en það var undir Neymar komið.
PSG var aðeins tilbúið að kaupa Pepe ef félagið fengi nógu gott tilboð í Neymar til að selja.
Það gerðist hins vegar ekki og missti þessi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar þolinmæðina.
Neymar vill sjálfur mikið komast burt frá PSG en hár verðmiði virðist hafa sent Pepe á aðrar slóðir.