Sadio Mane, leikmaður Liverpool, brjálaðist um helgina eftir að hafa spilað gegn Burnley. Mane skoraði annað mark Liverpool í leiknum en liðið vann að lokum sannfærandi 3-0 sigur.
Mane hefði getað skorað annað mark í seinni hálfleik en liðsfélagi hans Mo Salah ákvað að gefa ekki boltann. Mane brjálaðist eftir að hafa verið skipt útaf og var gríðarlega pirraður út í samherja sinn, Salah.
Mane var öskrandi á bekknum og James Milner, samherji hans gerir grín að þessu á Instagram. ,,Kannski misskildi ég þetta, ég er nokkuð viss um að Sadio hafi verið að pirra sig á því að ég hafi ekki komið inná,“ sagði Milner.
Mane hefur jafnað sig í dag og svarar Milner. ,,Það er klárlega ástæðan fyrir því að ég var að kvarta.“